

Ertu uggandi yfir fátæklegum orðaforða nemenda þinna?
Líkan um skiptingu orðaforða hjálpar þér að velja orð til að kenna á markvissan hátt. Hjá nemanda sem er nýkominn til landsins þarf að byggja upp grunnorðaforðann í þrepi eitt (Tier 1). Efsta þrepið (Tier 3) inniheldur orðaforða námsgreina og æskilegt er að kennsla námsgreina hefjist eins fljótt og hægt er. Við skulum beina sjónum okkar sérstaklega að þrepi tvö (Tier 2). Þennan orðaforða þarf að þjálfa sérstaklega vegna þess að mörg börn skilja ekki þessi orð. Næstu skot fja


Hefur slakur orðaforði hamlandi áhrif á félagsstöðu nemenda?
Hefur þú upplifað að tvítyngdir nemendur séu ekki jafn eftirsóttir í hópavinnu og eintyngdir jafnaldrar þeirra? Ástæðan getur verið sú að þau eru síður velkomin í hópinn vegna þess að orðaforðinn takmarkar getu þeirra. Prófaðu að breyta námsmatinu þannig að hærri einkunn fáist fyrir að geta miðlað viðfangsefninu á fleiri en einu tungumáli. Munnleg heimild: Jim Cummins á fyrirlestri um fjölmenningarlegan skóla í apríl 2016.