

Aðferð til að læra ný orð - Líkan Frayers
Vantar ykkur einfalda aðferð til að dýpka orðaforða nemenda? Líkan Frayers er hægt að nota í öllum námsgreinum. Orðið eða hugtakið sem á að kenna er skrifað í miðjuna og unnið út frá því. Aðferðin er kjörin til að undirbúa frekari vinnu með orð eins og til dæmis í orðasúpum, krossgátum og ritun.


Orð úr þrepi tvö felld inn í kennsluáætlun
Eins og greint var frá í síðasta Fræðsluskoti ætlum við að beina sjónum okkar sérstaklega að aðferðum til að kenna orðaforða úr þrepi 2 (e. Tier 2 ). Bættu við dálki í kennsluáætlunina þína. Hann getur heitið tungumálamarkmið eða lykilorð. Kynntu þér þríhyrninginn um skiptingu orðaforða því í dálkinn listar þú upp orð úr þrepi 2. Orðin á að taka úr texta námsbókarinnar sem unnið er með og hafðu í huga að velja orð sem eiga eftir að koma oft fyrir í tengslum við námsefnið. Þet