Orð úr þrepi tvö felld inn í kennsluáætlun

Eins og greint var frá í síðasta Fræðsluskoti ætlum við að beina sjónum okkar sérstaklega að aðferðum til að kenna orðaforða úr þrepi 2 (e. Tier 2 ).

Bættu við dálki í kennsluáætlunina þína. Hann getur heitið tungumálamarkmið eða lykilorð.

Kynntu þér þríhyrninginn um skiptingu orðaforða því í dálkinn listar þú upp orð úr þrepi 2. Orðin á að taka úr texta námsbókarinnar sem unnið er með og hafðu í huga að velja orð sem eiga eftir að koma oft fyrir í tengslum við námsefnið. Þetta er mikilvægt til að tryggja að nemendur skilji samhengi textans. Mundu að hafa þessi orð sýnileg í kennslurýminu og að rifja þau upp reglulega.

Af hverju á að leggja áherslu á orð í þrepi 2? Vegna þess að þessi orð tilheyra ekki talmáli, þau er að finna í bókum og tali þroskaðra málnotenda. Þessi orð lærast ekki af sjálfu sér.

Myndin sýnir námsmarkmið og tungumálamarkmið (orð úr þrepi 2) úr bókinni Evrópa bls. 9 sem kennd er á miðstigi.

Skot mánaðarins
Nýleg skot
Leita eftir efni
Fylgdu okkur
  • Facebook Long Shadow
  • Pinterest Social Icon