top of page

Orðaveggur flokkaður í þemu - Lori Wilfong

Kallaðu eftir orðum frá nemendum þegar nýtt viðfangsefni er kynnt til sögunnar. Þannig kveikir þú áhuga og færð innsýn í vitneskju þeirra um námsefnið, það er bakgrunnsþekkingu þeirra.

Skrifaðu tillögur þeirra á miða samanber gulu miðana á myndinni. Vertu búin að ákveða þemu þar sem þú flokkar orðin. Landslag, gróður, höf, loftslag, ár og vötn urðu fyrir valinu hér vegna þess að verið var að fjalla um Evrópu. Á meðan unnið er með námsefnið er orðaveggurinn sýnilegur og stöðugt er hægt að bæta við orðum eftir því sem þekkingin vex.

Við bendum á eftirfarandi efni eftir Helgu Hauksdóttur fyrir þá sem vilja fræðast meira um þematengda orðaveggi:

Skot mánaðarins
Nýleg skot
Leita eftir efni
Fylgdu okkur
  • Facebook Long Shadow
  • Pinterest Social Icon
bottom of page