Ertu uggandi yfir fátæklegum orðaforða nemenda þinna?
Líkan um skiptingu orðaforða hjálpar þér að velja orð til að kenna á markvissan hátt. Hjá nemanda sem er nýkominn til landsins þarf að byggja upp grunnorðaforðann í þrepi eitt (Tier 1). Efsta þrepið (Tier 3) inniheldur orðaforða námsgreina og æskilegt er að kennsla námsgreina hefjist eins fljótt og hægt er. Við skulum beina sjónum okkar sérstaklega að þrepi tvö (Tier 2). Þennan orðaforða þarf að þjálfa sérstaklega vegna þess að mörg börn skilja ekki þessi orð. Næstu skot fjalla um leiðir til þess að flétta kennslu á orðaforða á þrepi tvö inn í allar námsgreinar.