Setningamyndun með Jamboard
Jamboard forritið sem er eitt af Google verkfærunum er hægt að líkja við tússtöflu. Það er frítt en til að nálgast það þarf að búa til Google reikning. Á töfluna er hægt að setja inn myndir, form, texta, post-it miða sem hægt er að skrifa á og hreyfa til. Myndbandið sýnir hvernig post-it miðarnir eru notaðir til að búa til setningu.
Comments