Hefur slakur orðaforði hamlandi áhrif á félagsstöðu nemenda?
Hefur þú upplifað að tvítyngdir nemendur séu ekki jafn eftirsóttir í hópavinnu og eintyngdir jafnaldrar þeirra? Ástæðan getur verið sú að þau eru síður velkomin í hópinn vegna þess að orðaforðinn takmarkar getu þeirra. Prófaðu að breyta námsmatinu þannig að hærri einkunn fáist fyrir að geta miðlað viðfangsefninu á fleiri en einu tungumáli.
Munnleg heimild: Jim Cummins á fyrirlestri um fjölmenningarlegan skóla í apríl 2016.