Leika, flokka og læra

Þetta fræðsluskot er leikur sem rifjar upp orðflokka. Skemmtilegast er að skipta nemendum í litla hópa og hafa keppni á milli liða sem reyna að safna sem flestum stigum.

Leikurinn fer þannig fram að valinn er bókstafur og liðin keppast við að finna orð sem byrja á stafnum og passar í flokkana sem unnið er með. Nemendur hafa takmarkaðan tíma til að finna orð, t.d. eina mínútu. Þegar tíminn er liðinn, er valinn nýr stafur og svona gengur þetta bókstaf eftir bókstaf eins og tíminn leyfir. Krökkunum finnst gaman að búa til fyndnar setningar úr orðunum. Góða skemmtun!

Skot mánaðarins
Nýleg skot
Leita eftir efni
Fylgdu okkur
  • Facebook Long Shadow
  • Pinterest Social Icon

© 2016 Fræðsluskot unnið með wix.com

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now