

Blæbrigði orðanna (e. word gradient)
Íslenskan er blæbrigðaríkt tungumál. Skríða, hlaupa, skokka, ganga, labba, rölta, spássera, tipla, klöngrast, klofa, valhoppa og arka eru allt orð sem merkja hreyfingu. Láttu nemendur hafa þessi eða sambærileg orð með fyrirmælum um að raða þeim á kvarða eftir því hversu hratt maður ferðast. Flest þessara orða tilheyra þrepi eitt en örfá þrepi tvö.


Flokkun orða, samtal og samvinna
Skoðaðu myndbandið. Þar sérðu skapandi aðferð til að læra samheiti algengra orða með það að markmiði að: - Auðga orðaforða nemenda - Fá samræðu um orð - Vekja áhuga nemenda á orðum - Efla samvinnu meðal nemenda - Virkja alla nemendur Myndbandið er tekið á Hraunvallaleikum sem er árlegur atburður í Hraunvallaskóla. Um er að ræða átta mínútna stöðvavinnu. Á þremur dögum fara hópar á milli fjölbreyttra stöðva sem reyna á hæfni nemenda á ólíkum sviðum.