

Að velja bók með fimm fingra aðferðinni
Finnst þér svekkjandi þegar nemandi hefur lesið bók og skilur svo ekki innihaldið? Kynntu fyrir barninu fimm fingra aðferðina við val á lesefni. Nemandi les um eitthundrað orð úr bókinni. Fyrir hvert orð sem hann skilur ekki réttir hann úr einum fingri. Fjöldi fingra:
0-1 létt bók 2-3 viðráðanleg bók 4-5 erfið bók en viðráðanleg 5-10 of erfið
Heimild: https://hildurheimis.wordpress.com/2013/04/20/fimm-fingra-profid/


Mikilvægi orðaforða
Vissir þú að til að geta lesið sér til gagns þarf að skilja 98% orða í texta. Ef hlutfallið fer niður í 95% þarf nemandi aðstoð af einhverju tagi (Laufer & Ravenhorst-Kalovski, 2010). Settu þig spor nemanda á miðstigi sem skilur 90% orðanna í klausu um Golfstrauminn. Lestu textann úr námsbókinni hér fyrir neðan en búið er að rugla 10% orðanna. Sláandi, ekki satt? Hvaðan kemur Golfstraumurinn? Golfstraumurinn er hlýr beztlegac hefztraucur í Norður-Atlantshafi. Hann á zuppcök s


Rímorðabók
Það er snúið að finna orð sem ríma þegar orðaforðinn er takmarkaður. Skoðaðu þennan magnaða orðabanka sem finnur fjöldann allan af orðum sem ríma við orðið sem slegið er inn. Smelltu á myndina og kannaðu málið.