

Hjálpartæki við fallbeygingar
„Upp með snjallsímana krakkar!“ Gerum nemendur sjálfstæða í námi með því að kenna þeim að nota gagnasöfn. Gagnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum; beygingarlýsing íslensks nútímamáls gerir nemendum sem ekki hafa náð fullum tökum á íslensku kleift að vera sjálfstæðir og virkir í kennslustundum.


Ekki fresta kennslu almenns náms
Rannsóknir sýna að það er ekki ákjósanlegt að fresta kennslu almenns námsefnis þar til nemendur ná fullum tökum á ríkjandi skólamáli (Watts-Taffe and Truscott, 2000). Íslenskunámið þarf að fella að öðru námi eins fljótt og hægt er. Hér getur þú kynnt þér rannsókn Watts-Taffe og Truscott.


Google translate er brú á milli tungumála
Á translate.google.com/ skrifarðu það sem þú vilt segja nýja nemandanum og öfugt. Notaðu einfaldar setningar. Smelltu á hnapp og forritið þýðir yfir á valið tungumál. Taktu eftir hljóðtákninu því það er hægt að hlusta líka. Betri þýðing fæst ef skrifað er á ensku.