

Stoðir
Að nota stoðir (e. scaffolding) í námi auðveldar nemendum að tileinka sér nýja færni og/eða ný orð. Myndin sýnir hvernig dót er notað sem sjónræn stoð til að auðvelda nemendum að læra orð og málfræði. Það er gert með því að: · Draga hlut úr poka og læra heiti hans í eintölu og fleirtölu. · Draga tvo hluti og velta fyrir sér hvað er líkt og ólíkt svo sem litur, lögun og úr hverju hlutirnir eru búnir til. · Draga hlut og finna með fingrunum hvort hann er sléttur eða hrjúfur.