

Skilaboð frá skóla á mörgum tungumálum
Þarftu að koma skilaboðum til foreldra á erlendu tungumáli? Á vef Reykjavíkurborgar er að finna skilaboð til foreldra um lús, frídag, skólaferðalag, foreldraviðtal, skipulagsdag og fleira.


Leika, flokka og læra
Þetta fræðsluskot er leikur sem rifjar upp orðflokka. Skemmtilegast er að skipta nemendum í litla hópa og hafa keppni á milli liða sem reyna að safna sem flestum stigum. Leikurinn fer þannig fram að valinn er bókstafur og liðin keppast við að finna orð sem byrja á stafnum og passar í flokkana sem unnið er með. Nemendur hafa takmarkaðan tíma til að finna orð, t.d. eina mínútu. Þegar tíminn er liðinn, er valinn nýr stafur og svona gengur þetta bókstaf eftir bókstaf eins og tími


Spilum og tölum saman
Notaðu spil til að þjálfa tal, setningamyndun, orðaforða og lesskilning. Spil hrista líka nemendur saman og þjálfa í leiðinni félagsfærni og samskipti. Á myndinni er spil unnið úr orðaforða bókarinnar Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og Brian Pilkington. Smelltu hér og búðu til þitt eigið spil. Við mælum með því að stækka spilið upp í A3 stærð og plasta.