

Orðhlutafræði
Öll erum við íslenskukennarar. Markviss kennsla í orðhlutafræði flýtir fyrir orðaforðanámi allra nemenda. Með því að kenna hvernig orð eru samansett opnum við fyrir meiri skilningi á tungumálinu. Myndin sýnir verkefni, með tauklemmum og íspinnaspýtum, þar sem unnið er með forskeytið ó-. Lesefni um orðhlutafræði er að finna á Tungumálatorgi. Smelltu hér.


Tveir í takt (e. buddy system)
Nýr nemandi er kominn í bekkinn, hann talar enga íslensku. Tveir í takt er aðferð til að tengja hann við einn eða fleiri samnemendur sína. Markmiðið er að koma á félagslegum tengslum við aðra nemendur og gefa honum þannig greiðan aðgang að tungumálinu. Fræða þarf þátttakendur um mikilvægi tengslanna og þess að nota íslensku í samskiptum sínum við nýja nemandann. Tengiliðurinn er valinn út frá aldri, kyni, áhugamálum, persónuleika og öðru sem gæti skipt máli. Fjölbreytta umfjö